Opnað fyrir skráningar á sumarnámskeið ÍR 6. maí

Opnað verður fyrir skráningar á sumarnámskeið ÍR 2020 miðvikudaginn 6. maí!

Um er að ræða leikjanámskeiðið “Sumargaman ÍR” og sumarnámskeið knattspyrnudeildar “Knattspyrnuskóli ÍR”.

 

Sumarnámskeið ÍR “SUMARGAMAN” er fyrir alla krakka á aldrinum 6-9 ára, þ.e. börn fædd 2011-2014.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á hreyfingu, leikgleði, útivist og sköpun og geta börnin valið um tvær brautir: íþróttabraut eða lista- og sköpunarbraut.

Verð:

Heill dagur: 13.000 kr.
Hálfur dagur: 8.000 kr.

Tímabil Sumargaman ÍR:

Námskeiðsvikur sumarið 2019

  1. námskeið 8.- 12. júní
  2. námskeið 15. – 19. júní
  3. námskeið 22. – 26. júní
  4. námskeið 29. júní – 3. júlí
  5. námskeið 6. – 10. júlí
  6. námskeið 13. – 17. júlí
  7. námskeið 20. – 24. júlí
  8. námskeið 27. – 31. júlí
  9. námskeið 4. – 7. ágúst

Heill dagur: Frá 9-16

Hálfur dagur: Frá 9-12 eða 13-16

Gæsla er í boði án endurgjalds fyrir og eftir námskeið frá 8-9, 16-17 og 12 -13 fyrir hálfsdags námskeiðin.

 

Knattspyrnuskóli ÍR er fyrir alla krakka á aldrinum 6-12 ára, þ.e. börn fædd 2014-2008

Námskeiðið er hálfur dagur frá 09:00-12:00

Verð: 8.000,-  vikan

Tímabil Knattspyrnuskóla ÍR

  1. námskeið 8.- 12. júní
  2. námskeið 15. – 19. júní
  3. námskeið 22. – 26. júní
  4. námskeið 29. júní – 3. júlí
  5. námskeið 8. – 12. júlí
  6. námskeið 6. – 110. júlí
  7. námskeið 13. – 17. júlí
  8. námskeið 4. – 7. ágúst
  9. námskeið 10. – 14. ágúst

Gæsla er í boði án endurgjalds fyrir og eftir námskeið frá 8-9 og 12 -13

 

Námskeiðin fara fram á ÍR-svæðinu við Skógarsel 12, 109 Reykjavík.

Opnað verður fyrir skráningu miðvikudaginn 6. maí

Frekari fyrirspurnir sendist á isleifur@ir.is

 

 

X