Mikil gleði á verðlaunahátíð ÍR 27. desember

Verðlaunahátíð Íþróttafélags Reykjavíkur fór fram þann 27. desember í ÍR-heimilinu í Skógarseli. 

Ár hvert er íþróttafólk úr öllum deildum félagsins verðlaunað ásamt því að valin eru íþróttakarl og íþróttakona ÍR.

Að þessu sinni voru Aron Anh Ky Huynh úr karatedeild og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr frjálsíþróttadeild valin Íþróttafólk ÍR árið 2019.

Aron var valinn karatemaður ársins 2019 hjá Karatesambandi Íslands. Á árinu lenti Aron í 1. sæti á Reykjavík International Games, 2. sæti á bikarmóti Karatesambandsins,  5. sæti á Norðurlandameistaramóti karla,  3ja sæti á smáþjóðaleikunum og svo mætti áfram telja.

Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet kvenna í bæði 100 og 200 metra spretthlaupi og jafnaði Íslandsmetið í 60 metra spretthlaupi innanhús. Guðbjörg var einnig hluti af 4 x 200 metra boðhlaupssveitinni sem setti nýtt Íslandsmet á RIG en hún var einnig valin frjálsíþróttakona ársins 2019 hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Einn ÍR-ingur hlaut að þessu sinni HM-merki félagsins en það var skíðakappinn Sigurður Hauksson sem keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Svíþjóð í febrúar sl.

Á verðlaunahátíð ÍR voru einnig 19 sjálfboðaliðar verðlaunaðir fyrir sín óeigingjörnu störf í þágu félagsins á undanförnum árum og áratugum.

Alls 17 manns hlutu silfurmerki ÍR, einn fékk gullmerki og einn ÍR-ingur var sæmdur heiðursorðu félagsins.
HÉR má finna lista allra sem hlotið hafa heiðurviðurkenningar ÍR.

Hér að neðan má svo sjá allt íþróttafólk sem tilnefnt var til verðlauna árið 2019:

Frjálsíþróttadeild: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason
Handknattleiksdeild: Ísabella Schoebel Björnsdóttir og Sturla Ásgeirsson
Júdódeild: Jakub Marek Tumowski
Karatedeild: Trixie Hannah Paraiso Tugot og Aron Anh Ky Huynh
Keiludeild: Nanna Hólm Davíðsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson
Knattspyrnudeild: Anna Bára Másdóttir og Axel Kári Vignisson
Körfuknattleiksdeild: Hrafnhildur Magnúsdóttir og Sæþór Elmar Kristjánsson
Skíðadeild: Sigríður Dröfn Auðunsdóttir og Kristinn Logi Auðunsson
Taekwondodeild: Aino-Katri Elina Karinen og Sveinn Logi Birgisson

Við ÍR-ingar erum innilega stolt af þessu frábæra íþróttafólki.
Ekki síður erum við stolt af okkar frábæru sjálfboðaliðum sem eru sannarlega stoðir félagsins og fyrirmyndir allra ÍR-inga!

Áfram ÍR!

Sigurður Hauksson hlaut HM-merki ÍR
Íþróttakona og íþróttakarl ÍR árið 2019. Aron úr karatedeild og Guðbjörg Jóna úr frjálsíþróttadeild

Kristinn Hilmar Gíslason var sæmdur heiðursorðu ÍR
Silfurmerkishafar ÍR 2019.
Magnús Valdimarsson gullmerkishafi ásamt Addý Ólafsdóttur varaformanni og Ingigerði Guðmundsdóttur formanni.
Íþróttafólk deilda 2019. Á myndina vantar skíðafólkið Sigríði og Kristinn, Sturla handknattleiksmann og Sæþór Elmar körfuknattleiksmann.
Ingigerður Guðmundsdóttir formaður aðalstjórnar ÍR setur viðburðinn.
X