Miðvikudagskvöldið 25. janúar kl. 20:00 mun Chris Campasano frá umboðsfyrirtækinu Ethos College kynna íþróttastyrkjakerfið í Bandarískum háskólum. Kynning verður í ÍR-heimilinu.
Hann mun kynnna möguleika íslenskra afreksunglingar til náms í háskóla í Bandaríkjunum og til að geta helgað sig afreksíþróttum meðan á námi stendur með styrk frá viðkomandi háskóla.
Meðal spurninga sem ræddar verða eru:
Hvað þarf maður að vera góður íþróttamaður til að fá námsstyrk?
Hvaða námi þarf maður að hafa lokið hér heima?
Hvaða inntökupróf þarf að taka?
Hvaða háskólar henta best?
Hvernig sækir maður um?
Cris Campasano vinnur með um 1100 háskólum í Bandríkjunum.
Íþróttamenn, foreldrar, þjálfarar og aðrir áhugamenn velkomnir.
ÍR-heimilið
Miðvikudaginn 25. janúar kl. 20:00
Kveðja
Þráinn Hafsteinsson
Íþróttastjóri ÍR