Knattspyrnudeild semur við fjóra leikmenn

Stjórn knattspyrnudeildar ÍR samdi á dögunum við fjóra leikmenn meistaraflokks karla en þeir hafa allir gert samninga til tveggja ára.

Um er að ræða Halldór Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins og þá Ara Viðarsson, Jónatan Hróbjartsson og Styrmi Erlendsson sem allir leika miðsvæðis eða framarlega á vellinum.

Halldór, Ari og Jónatan eru uppaldir ÍR-ingar frá blautu barnsbeini en Styrmir kom til félagsins frá Fylki árið 2013 að undanskildu seinasta tímabili þar sem hann lék með Elliða í 4. deildinni.

Allir þessir leikmenn eru því stuðningsmönnum vel kunnugir og liðsmönnum sínum afar mikilvægir.

Á myndinni má sjá Matthías Einarsson stjórnarmann ásamt leikmönnunum fjórum.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið – Áfram ÍR!

X