ÍR auglýsir eftir umsjónarmanni fyrir sumarnámskeið

18.02.2020 | höf: ÍR

ÍR leitar að áhugasömum einstaklingi til að sjá um leikjanámskeið sumarsins.

Viðkomandi þarf að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna með börnum og ungmennum. Umsækjandi þarf jafnframt að vera með framúrskarandi samskiptahæfni, ríka ábyrgðartilfinningu og sýna sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 20 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og skal send inn í síðasta lagi föstudaginn 13. mars n.k. á netfangið:  isleifur@ir.is eða ir@ir.is

Ísleifur Gissurarson
Íþróttastjóri ÍR

 

 

X