Knattspyrnudeild ÍR hefur nú boðið stuðningsfólki að gerast bakverðir knattspyrnudeildar í tilefni af 50 ára afmæli deildarinnar.

Í boði eru fjórar mismunandi áskriftarleiðir sem innihalda mismunandi fríðindi.

Öllum pökkum fylgja ársmiðar á Hertz-völlinn í sumar ásamt tilboðum frá Smárabíó, KEX Hostel og Sport og grill í Smáralind.
Einnig er um að ræða aðra glaðninga frá knattspyrnudeild en þeir eru mismunandi eftir pökkum.

Hægt er að skrá sig og dreifa greiðslum á 1-12 mánuði inni á ir.felog.is en skrifstofa félagsins í Skógarseli veitir einnig aðstoð við skráningu.

Hér má sjá frekari upplýsingar um stuðningsmannapakkana og greiðslur þeirra: IR Bakhjarlar knd

Þetta er kjörið tækifæri til að styðja við bakið á okkar fólki í sumar!

Áfram ÍR!

 

X