Beðið eftir fyrirmælum vegna samkomubanns

13.03.2020 | höf: ÍR

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú þegar lýst hefur verið yfir samkomubanni frá og með aðfaranótt mánudagsins 16. mars er íþróttahreyfingin að skoða hvernig starf íþróttafélaga verður háttað m.t.t. æfinga og leikja.

Upplýsingar verða sendar strax út þegar við ÍR-ingar vitum meira og nánari fyrirmæli hafa verið gefin út.

Við biðjum foreldra/forráðamenn að sýna því skilning á meðan farið er yfir stöðuna mála.

Allar áætlanir um æfingar og leiki sem enn standa munu haldast óbreyttar nema önnur fyrirmæli komi fram frá yfirvöldum íþróttamála.

Áfram ÍR!

X