Knattspyrnudeild ÍR semur við 22 kvennaleikmenn

 

Nú á dögunum gerði stjórn knattspyrnudeildar ÍR sér lítið fyrir og samdi við 22 leikmenn meistaraflokks kvenna á einu bretti.

Ásamt því var samningur undirritaður við Ásgeir Þór Eiríksson um áframhaldandi störf sem aðstoðarþjálfari liðsins.
Að sögn Magnúsar Þórs formanns knattspyrnudeildar var þarna um að ræða innanfélagsmet í samningagerð á einum degi!
Ljóst er að mikill hugur er í ÍR-ingum fyrir kvennastarfinu í sumar og ánægjulegt að sjá jafn stóran og flottan hóp leikmanna sem eru klárar í slaginn.

ÍR ingar leika í 2. deild í sumar eftir fall úr 1. deildinni í fyrra.
Það verður því spennandi að fylgjast með gengið liðsins og þessum nýju leikmönnum sem mæta til leiks í byrjun júnímánaðar.

 

Áfram ÍR!

 

X