ÍR 04.05.2020 | höf: ÍR
Í dag 4. maí hefur samkomubanni verið breytt með tilheyrandi tilslökunum.
Meðal annars verður íþrótta- og æskulýðsstarf barna aftur leyfilegt með eðlilegum hætti og því geta ungir ÍR-ingar loksins mætt aftur til æfinga!
Við biðjum foreldra og forráðamenn að hafa eftirfarandi atriði í huga:
Þjálfarar og iðkendur eiga að yfirgefa íþróttahús/velli strax að loknum æfingum hverju sinni.
Þjálfarar félagsins munu jafnframt passa að allur búnaður sé þrifinn á milli æfinga og að iðkendur þvoi sér um hendur fyrir og eftir æfingar.
Mikilvægt er að iðkendur, þjálfarar og foreldrar hjálpist að við að virða þau viðmið sem áfram gilda þrátt fyrir tilslakanir svo að allt gangi sem best.
Við hlökkum til að byrja aftur að æfa!
Áfram ÍR!