Ívan Óli Santos valinn í U15 landslið Íslands í knattspyrnu

Dean Martin þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag liðið sem á að leika tvo landsleiki gegn Færeyingum dagana 27. og 29. október.  ÍR-ingurinn Ívan Óli Santos er einn þeirra leikmanna sem Dean Martin valdi en Ívan Óli er fyrsti ÍR-ingurinn sem valinn er í landsliðshóp í knattspyrnu í áraraðir.  Um leið og liðinu er óskað góðs gengis óskum við Ívani Óla, þjálfara hans Jóhannesi Guðlaugssyni og knattspyrnudeild ÍR til hamingju með merkan áfanga. Áfram Ísland.

Á myndinni er Ívan Óli annar frá vinstri ásamt félögum sínum úr ÍR sem léku í úrvalsliði Reykjavíkur í fyrra í flokki 14 ára drengja.

X