Ný stjórn knattspyrnudeildar ÍR graphic

Ný stjórn knattspyrnudeildar ÍR

24.11.2017 | höf: Þráinn Hafsteinsson

Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar ÍR var haldinn miðvikudagskvöldið 22. nóvember sl.  Magnús Þór Jónsson var á fundinum kosinn nýr formaður deildarinnar.  Með honum í stjórn voru kosin þau Árni Birgisson, Sigrún Tómasdóttir, Sigríður Ósk Fanndal og Jóhannes Þór Skúlason.  Varamenn í stjórn voru kosnir Engilbert Imsland, Matthías Imsland og Gunnlaug Gissurardóttir.  Fráfarandi stjórn eru þökkuð góð störf og nýrri óskað velfarnaðar í störfum sínum.

X