ÍR perlar af Krafti – þriðjudaginn 12. júní

Þriðjudaginn 12. júní næstkomandi bjóða Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) og Kraftur-stuðningsfélag öllum landsmönnum í ÍR heimilið við Skógarsel 12, 109 Rvk.

Markmiðið er að setja Íslandsmet í perlun armbanda. Viðburðurinn stendur yfir frá kl. 15:00 -19:00.

Við munum perla armbönd í fánalitunum með skilaboðunum Lífið er núna. Allur ágóði af sölu þeirra rennur til Krafts – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Hægt verður að kaupa armbönd á staðnum.

Afreksmenn úr hópi ÍR-inga munu koma fram á viðburðinum, gefa eiginhandaáritanir, taka þátt í perlugerð og spjalla við stuðningsmenn.

Að loknum perlu-viðburði fer fram leikur í 7. umferð Inkasso deildar karla.

ÍR etur kappi við Njarðvík á ÍR-vellinum kl. 19:15.

Við hvetjum alla landsmenn, unga sem aldna, til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur.

Öll armbönd eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Létt hressing í boði fyrir alla.

Sýnum samtakamátt okkar í verki fyrir verðugt málefni.
Hægt er að skrá sig á viðburðinn á facebook síðu Íþróttafélags Reykjavíkur

X