ÍR-ingar áfram í JAKO fatnaði

Samningur ÍR og Namo umboðsaðila Jako íþróttafatnaðar rennur út 31. desember n.k.  Búninganefnd sem skipuð var af aðalstjórn ÍR í sumar samþykkti að leita tilboða í búningasamning fyrir félagið.  Leitað var til ellefu fyrirtækja og tilboð bárust frá sjö þeirra í búningasamning til fjögurra ára.  Eftir vandaða yfirferð búninganefndarinar á tilboðum samþykkti aðalstjórnar ÍR á fundi sínum þann 15. nóvember sl. að leita samninga við Namo/Jako á grundvelli tilboðs sem þeir lögðu fram í tilboðsferlinu.  Samningaviðræður eru að hefjast og niðurstöðu að vænta í lok þessa mánaðar.

X