ÍR-ingar taka á móti stórliði KR á morgun, miðvikudaginn 31. maí. Liðin eigast við í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins og því má búast við hörku viðureign. Í seinustu umferð slógu okkar menn út lið KA frá Akureyri.
Knattspyrnudeildin biðlar til allra ÍR-inga að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á sínum mönnum, enda ekki á hverju sumri sem þessi tvö Reykjavíkurstórveldi eigast við.
Áfram ÍR