Árlegt Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda verður nú haldið í 69. skipti. Mótið í ár fer fram í Osló 28.-29. maí nk. Fjórtán ÍR-ingar hafa verið valdir til að keppa fyrir hönd Reykjavíkur í frjálsum, handknattleik og knattspyrnu á mótinu að þessu sinni. ÍR á þar með langstærstan hluta liðsins eða 34% keppenda sem eru samtals 41. Frábær árangur af öflugu uppbyggingarstarfi hjá ÍR að sýna sig í þessu vali. Keppendur á mótinu úr röðum ÍR-inga koma úr sjö grunnskólum borgarinnar, flestir úr Breiðholtsskóla eða fjórir og þrír úr Ölduselsskóla. Eftirtöldum keppendum ÍR og liðsfélögum þeirra í Reykjavíkurúrvalinu er óskað til hamingju með valið í liðið og góðs gengis í keppninni í Osló.
Frjálsar:
Árni Kjartan Bjarnason
Daníel Atli Matthíasson Zaiser
Jósef Gabríel Magnússon
Guðlaug Eva Albertsdóttir
Karólína Ósk Erlingsdóttir
Nína Sörensen
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Signý Lára Bjarnadóttir
Knattspyrna drengja:
Ívan Óli Santos
Sveinn G. Þorkelsson
Handknattleikur stúlkna:
Aníta Rut Sigurðardóttir
Elín Kristjánsdóttir
Margrét J.L. Þórhallsdóttir
Sunna Dís Ívarsdóttir