ÍR fimleikar með gull á Trampolíni

Sex fimleikastúlkur úr ÍR kepptu á Stökkfimimóti yngri iðkenda (12 ára og yngri) laugardaginn 18. nóvember í Aftureldingu í Mosfellsbæ. Þær gerðu sér lítið fyrir og náðu bestum árangri þeirra 19 liða sem þátt tóku í mótinu, hlutu 13.600 stig sem er þeirra besta frammistaða til þessa, fyrir áttu þær best 13.350 síðan sl. vor. Á dýnu (fiber) hlutu þær einkuninna 13.800 sem er jöfnun á þeirra besta árangri. Á gólfi hlutu þær einkunnina 9.550 sem er þeirra næst besta einkunn frá upphafi, sem er frábært í ljósi þess að þær hafa nýverið fengið nýjan danskennara hana Rebekku Guðmundsdóttur. Aðrir þjálfarar eru þau Robert Bentia, Sigríður Magnúsdóttir, Elvira Ginijatulina og Bjarney Hulda Brynjólfsdóttir.

Í heildarstigakeppni liða höfnuðu þær í öðru sæti með 36.950 sem er þeirra besti árangur til þessa.

Stúlkurnar heita frá vinstri (dansmynd); Emilía Ólöf Jakobsdóttir, Katrín Hulda Tómasdóttir, Júlía Wolkowicz, Sunna Tam N. Sólborgardóttir, Guðmunda Jónsdóttir og Viktorija Sudrabina Anisimova.

Óskum við þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

X