Íþróttafélag Reykjavíkur

Minningarmót Olivers, Akureyri 3. Desember

Minningarmót Olivers fór fram í Boganum á Akureyri 3. desember hátt í 200 börn og ungmenni kepptu á þessu árlega innahússmóti.

Nokkrir iðkendur hjá ÍR skelltu sér norður og kepptu nánast allir í öllum sjö greinum mótsins. Alex Nói Short var atkvæðamikill en hann fékk verðlaun í öllum greinum, 1. í 60m grind, 3. í 60m, 2. í hástökki, 3. í langstökki, 5. í kúluvarpi, 2. í skutlukasti og 3. Í 400m, sérlega glæsilegur árangur þar. Hjá konunum kepptu Sigurlaug Jökulsdóttir og Katrín Hulda Tómasdóttir í stórum 12-13 ára flokki, Snædís Erla Halldórsdóttir í 14-15 ára flokki og þær Myrra Lind Ásgeirsdóttir og Sonja Björt Birkisdóttir í 10-11 ára flokki. Sonja Björt varð þriðja í 600m og fjórða í 60m. Myrra Lind varð 8. í 600m.

Snædís varð þriðja í 600m, 60m grind og önnur í hástökki með góða bætingu 1.50m og önnur í langstökki. Þá sigraði hún í kúluvarpi með persónulegan bestan árangur 10.55m og í skutlukasti með 26.37m sem einnig er hennar besti árangur.

Katrín Hulda Tómasdóttir varð önnur í 600m og bætti sig í 4 greinum af 7. Sigurlaug varð 7. Í hástökki og bætti sig vel stökk 1.20m. Þær Katrín og Sigurlaug stukku jafnlangt í langstökkinu 3.92m og urðu í 8. og 9. sæti.

Fínn árangur hjá frjálsíþróttakrökkunum hjá ÍR.

X