Selfyssingar mættu í heimsókn í Skógarselið í gær í 16-liða úrslitum Bikarkeppni HSÍ á föstudaginn var. Okkar drengir mættu afar einbeittir til leiks og skoruðu til að mynda fyrstu 4 mörk leiksins. Selfoss náði góðu áhlaupi fyrir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 14-13.
Síðari hálfleikur var svo eign okkar drengja en með frábærri vörn og markvörslu lönduðu þeir öruggum sigri 34-28. Þar með eru þeir komnir í 8-liða úrslit bikarsins.
„Þetta var ótrúlega flottur leikur, algjört áframhald af því sem við höfum verið að gera,“ sagði Bjarni Fritz eftir leik í samtali við Vísi.
“Strákarnir voru að vinna sér inn mjög skemmtilegan leik sem átta-liða úrslitin eru. Það er risaleikur. Ef við spilum vel þá fáum við gjafir. Þeir voru að næla sér í eina slíka”
„Mér finnst við vera að læra rosalega mikið og ég er ótrúlega ánægður með þá, alltaf.“
Framundan er langt landsleikjahlé hjá strákunum en þeir snúa aftur þegar að ÍBV koma í Skógarselið 5.febrúar.
Áfram ÍR