Keiludeild ÍR tilnefnir Hafþór Harðarson og Hafdísi Pétursdóttur sem íþróttafólk ÍR 2020!
Hafþór Harðarson vann keilumót Reykjavíkurleikanna 2020 sem er stærsta keilumót sem haldið er árlega og hefur undanfarin ár verið sótt af fjölda erlendra keppenda í fremstu röð. Hafþór varð einnig deildarmeistari og Bikarmeistari liða með liði sínu ÍR-PLS. Hafþór er margfaldur meistari bæði í einstaklings og liðakeppni og hefur átt fast sæti í karlalandsliðinu um langt árabil.
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir varð Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2020. Hún er aðeins 15 ára að aldri en margaldur meistari í unglingaflokkum og hefur átt fast sæti í unglingalandsliðinu síðustu árin. Hafdís Eva vann sér sæti í 1. deild kvenna í fyrsta sinn með liði sínu ÍR-Píurnar sem er skipað ungum og efnilegum afreksunglingum og þær komust alla leið í undanúrslit Bikarkeppni liða.
Áfram ÍR!