Ibtisam og Sveinn Logi valin Taekwondofólk ÍR 2020 graphic

Ibtisam og Sveinn Logi valin Taekwondofólk ÍR 2020

22.12.2020 | höf: ÍR

Taekwondodeild hefur valið Ibtisam El Bouazzati og Svein Loga Birgisson Taekwondofólk ÍR 2020!
Ibtisam heldur áfram að bæta sig og sinn metnað fyrir keppni í tækni.
Hún hefur átt sæti í landsliðinu og verið duglega að taka þátt í mótum í gegnum netið en það eru einu alþjóðlegu keppnirnar sem hægt er að halda vegna Covid.
Ibtisam er góður æfingarfélagi og frábært fyrirmynd!
Sveinn Logi er sem fyrr afbragðs iðkandi og góð fyrirmynd á æfingum.
Hann tók þátt í öllum mótum ársins, náði góðum árangri með gulli í bardaga á móti sterkum andstæðing á öðru bikarmóti seinasta vetrar.
Þar að auki var hann valinn í landsliðshópinn í bardaga!
X