Golfmót ÍR 2017 verður haldið sunnudaginn 11. júní.

Golfmót ÍR 2017 verður haldið sunnudaginn 11. júní á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Rástímar verða 16.00-17.00 (fer aðeins eftir þátttöku).

golfmót ÍR

Áhugasamir skulu greiða mótgjaldið fyrir 8. júní.

Fjöldi er takmarkaður, þeir sem eru fyrstir til að greiða ganga fyrir. Lokað verður fyrir skráningar þegar ákveðnum fjölda er náð.

Leikið verður eftir punkta fyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor án forgjafar. Nándarverðlaun eru á par 3 holum vallarins, bæði í karla og kvennaflokki.

ÍR golfmótið er lokað mót og því eingöngu opið kylfingum sem tengjast ÍR á einhvern hátt.

Hámarks forgjöf karlar 24 og konur 28.

Keppt er um titilinn Golfmeistari ÍR 2017 í kvenna og karla flokki (punktakeppni).

Farandbikar með áletrun þess ÍR-ings sem skorar flesta punkta í mótinu. Það er keppt í bæði karla og kvennaflokki.

Mótið er styrktarmót þar sem allur ágóði rennur í Magnúsarsjóð ÍR.

Mótsgjaldið skal greiða fyrir 8. júní, krónur 7.000. – Vinsamlegast leggið inn á bankareikning nr. 0115-26-1244 , kt: 670169-1549 og sendið kvittun í tölvupósti á netfangið olafurgylfason@yahoo.com eða með sms  í síma 8601882.

 

Golfmót ÍR 2

X