Góður árangur á grunnskólamóti höfuðborga norðurlandanna graphic

Góður árangur á grunnskólamóti höfuðborga norðurlandanna

02.06.2017 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

Keppni á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna sem hófst í Osló á mánudag 29. maí og lauk á fimmtudaginn 1. júní. Frá Reykjavík tóku þátt 41 ungmenni á aldrinum 13-14 ára í knattspyrnu drengja, handknattleik stúlkna og frjálsíþróttum drengja og stúlkna. Mjög góður árangur náðist á mótinu, meðal annars sigur í knattspyrnu drengja og sigur og Íslandsmet í hástökki drengja.

ÍR á þar með langstærstan hluta liðsins eða 34% keppenda sem eru samtals 41. Frábær árangur af öflugu uppbyggingarstarfi hjá ÍR að sýna sig í þessu vali.  Keppendur á mótinu úr röðum ÍR-inga koma úr sjö grunnskólum borgarinnar, flestir úr Breiðholtsskóla eða fjórir og þrír úr Ölduselsskóla.
Frjálsar:
Árni  Kjartan Bjarnason
Daníel Atli Matthíasson Zaiser
Jósef Gabríel Magnússon
Guðlaug Eva Albertsdóttir
Karólína Ósk Erlingsdóttir
Nína Sörensen
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Signý Lára Bjarnadóttir
Knattspyrna drengja:
Ívan Óli Santos
Sveinn G. Þorkelsson
Handknattleikur stúlkna:
Aníta Rut Sigurðardóttir
Elín Kristjánsdóttir
Margrét J.L. Þórhallsdóttir
Sunna Dís Ívarsdóttir

Í frjálsíþróttakeppninni átti Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni og Hlíðaskóla besta afrek mótsins. Hann stökk 1,91 m sem er Íslandsmet pilta 14 ára og yngri og nýtt mótsmet. Kristján Viggó bætti mótsmetið sem sett var í fyrra um 9 cm og 40 ára gamalt Íslandsmet Stefáns Þórs Stefánssonar úr ÍR um 1 cm. Kristján bætti auk þess persónulegt met sitt sem var 188 cm um 3 cm og var reyndar líka nálægt því að fara yfir 193 cm. Kristján Viggó náði einnig góðum árangri í langstökki, stökk 5,96 metra, og lenti í 3.sæti.

Í reykvíska frjálsíþróttaliðinu eru átta piltar og átta stúlkur. Hópurinn fann sig greinilega vel í sólinni í Osló því 54 persónuleg met litu dagsins ljós í keppninni að afrekum Kristjáns Viggó meðtöldum. Þá náðu tveir aðrir piltar 3.sæti í sínum greinum. Daníel Atli Matthíasson Zaiser, ÍR og Ölduselsskóla, varð í 3.sæti í kúluvarpi með kast uppá 11,16 metra og Björn Þór Gunnlaugsson, Ármanni og Laugalækjarskóla, var í 3.sæti í 800 m hlaupi á tímanum 2.11,0.

Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu drengja vann knattspyrnumótið. Þeir sigruðu lið Helsinki 9-1, lið Osló 4-0 og lið Kaupmannahafnar 5-1. Þeir töpuðu naumlega fyrir liði Stokkhólms 1-0 en þar sem Stokkhólmur tapaði fyrir Kaupamannahöfn og var auk þess með eitt jafntefli sigraði reykvíska liðið mótið. Ívan Óli Santos, ÍR og Breiðholtsskóla, skoraði flest mörk Reykvíkinga eða 7 talsins og Andi Morina, Leikni og Hólabrekkuskóla, næstflest eða 3 talsins.

Reykjavíkurúrvalið í handknattleik stúlkna lenti í 4.sæti á mótinu. Þær sigruðu lið Helsinki en töpuðu fyrir Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir töpin þrjú stóðu reykvísku stúlkurnar sig mjög vel og börðust eins og ljón þrátt fyrir að vera komnar undir í leikjunum. Atkvæðamestar reykvísku stúlknanna voru Aníta Rut Sigurðardóttir, ÍR og Breiðholtsskóla, sem skoraði samtals 16 mörk á mótinu og Elín Kristjánsdóttir, ÍA og Breiðholtsskóla, sem skoraði 12 mörk.

 

X