Fimleikaiðkendur ÍR sýndu listir sínar á jólasýningu fimleikanna sunnudaginn 11. desember.
Grunnhópur, framhaldshópur, keppnishópur sem og parkourhópur sýndu dansa og stökk og var ekki annað hægt en að dást að þessum frábæra hópi.
Fimleikar ÍR æfa aðallega í húsakynnum Breiðholtsskóla en eru einnig svo heppnir að fá að njóta góðs af aðstöðu nágranna okkar í Fylki í Norðlingaholtinu.
Við færum Fylkismönnum kærar þakkir fyrir þessa greiðvikni.
Frábærir fimleikahópar og parkourhópur sem munu bara vaxa og dafna í framtíðinni.