Fyrsti heimaleikur ÍR kvenna í körfubolta frá 2004

Ný endurvakinn meistaraflokkur ÍR kvenna í körfubolta spilar tímamóta heimaleik í dag,  laugardag kl. 16:30 í Seljaskóla.  Þetta verður fyrsti heimaleikur meistaraflokks ÍR kvenna í körfubolta í 13 ár.  Eins og í karlakörfuboltanum á kvennakörfuboltinn innan ÍR glæsta sögu.  Körfuboltaiðkun kvenna hjá ÍR hófst 1950 og urðu þær Íslandsmeistarar árin 1956, 1957, 1958, 1963, 1966, 1967, 1970, 1972, 1973, 1975 og svo Bikarmeistarar 1979.  Frá árinu 2004 hefur ÍR ekki sent lið til þátttöku í meistarflokki kvenna í körfubolta.  Í vor var mikil umræða um að þörf væri á fleiri kvennaliðum á höfuðborgarsvæðinu og tóku ÍR-ingar áskoruninni um að hefja kvennastarfið til vegs og virðingar á ný í körfuboltanum.  Þjálfun yngri flokka í kvennakörfuboltanum hjá ÍR hefur verið endurskipulögð og efld mjög.   Meistaraflokksliðið var svo endurvakið í sumar og hefur 16 leikmanna hópur æft vel undir stjórn þjálfarans Ólafs Jónasar Sigurðssonar sem mætir liði Grindavíkur í heimleiknum á laugardag.

Mætum í klapplið ÍR í Seljaskóla í dag.

Eftirtaldir leikmenn skipa hópinn hjá ÍR:
Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir
Katla María Stefánsdóttir
Rannveig Bára Bjarnadóttir
Birna Eiríksdóttir
Elín Kara Karlsdóttir
Gurðún Sif Unnarsdóttir
Sigríður Antonsdóttir
Nína Jenný Kristjánsdóttir
Hrafnhildur Magnúsdóttir
Hlín Sveinsdóttir
Snædís Birna Árndóttir
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Kolbrún Grétarsdóttir
Guðrún Eydís Arnarsdóttir
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir
Hanna Þráinsdóttir

Hópmynd

X