Súpuhádegi ÍR-inga graphic

Súpuhádegi ÍR-inga

13.10.2017 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

Súpuhádegi ÍR-inga verður haldið miðvikudaginn 25. okt. í ÍR heimilinu kl. 12:00

Við ætlum að bera fram kjarngóða súpu, gott brauð og kaffi.

Verðinu verður stillt í hóf og ætlum við að innheimta 500 kr. á mann.

Nú rennum við algerlega blint í sjóinn með þátttöku en þetta er hugsað fyrir alla ÍR-inga sem komast frá í hádeginu.

Viljum við biðja ykkur að koma boðum um þennan viðburð til ykkar fólks, þjálfara, iðkenda og stuðningsfólks ÍR.

Til þess að eiga nógan mat biðjum við fólk að skrá sig fyrir kl: 10:00 þann 23. okt.

Vinsamlegast sendið staðfestingu á ir@ir.is eða látið skrifstofuna vita, sími 587-7080.

 

Hlökkum til að sjá ykkur – Bestu ÍR kveðjur.

 

X