ÍR-ingar og aðrir sem um Seljahverfið fara reglulega geta glaðst yfir því að yfirstandandi framkvæmdir á svæðinu eru í fullum gangi. Um þessar mundir er verið að steypa útveggi að fjölnota íþróttahúsi norð-austan megin við ÍR heimilið.
Næsti áfangi verksins er að reisa stálgrindina sem mun mynda þak hússins. „Verkið er á áætlun og hefur gengið vel hingað til. Munck er við uppsteypu þessa stundina og stefnir verktakinn á að klára hana á næstunni. Í framhaldi af því mun hann reisa stálgrind hússins“ segir Halldór Bogason, byggingaverkfræðingur hjá Verkís.
Stálvirkið kemur frá Póllandi og frá framleiðanda sem heitir OMIS en framleiðandinn hefur áður framleitt stálvirki sem reist hefur verið hér á landi.
Gaman verður að fylgjast áfram með þessari uppbyggingu á ÍR-svæðinu og ljóst er að ÍR-ingar ungir sem aldnir bíða spenntir ef því að að nýta aðstöðuna sem skapast!
Áfram ÍR!