Eyjólfur Örn Snjólfsson ráðinn í starf framkvæmdastjóra ÍR.

Eyjólfur Örn Snjólfsson hefur verið ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra ÍR.

Eyjólfur býr yfir víðtækri starfsreynslu á sviði verkefnastjórnunar og starfaði áður við greiningar og líkanagerð hjá Analytica ráðgjöf. Eyjólfur er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði  ásamt því að hafa lokið MBA námi og prófi í verðbréfaviðskiptum. Eyjólfur hefur jafnframt sinnt ýmsum félagsstörfum og þekkir til félagsins þar sem hann hefur átt börn í félaginu og er búsettur í hverfinu.

Eyjólfur mun hefja störf í dag þann 15. febrúar.

Við bjóðum Eyjólf innilega velkominn í þetta spennandi, fjölbreytta og skemmtilega starf fyrir okkur ÍR-inga.