Drengjalið ÍR 15 ára og yngri vann bikarinn 12. ágúst

Bikarkeppni FRÍ fór fram á ÍR vellinum laugardaginn 12. ágúst við frábærar aðstæður. ÍR átti lið í karla- og kvennaflokki, tvö stúlknalið í flokki 15 ára og yngri og eitt drengjalið í flokki 15 ára og yngri. Drengirnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina þrátt fyrir að vera aðeins sjö í þeim tíu greinum sem keppt er í auk 1000m boðhlaups.

Liðið skipuðu Stefán Hugi Sveinbjörnsson sem keppti í 100m hlaupi, Hilmar Ingi Bernharðsson sem keppti í 300m en bæði Stefán og Hilmar bættu sinn besta árangur. Hrafnkell Viðarsson keppti í 1500m og kom þar fyrstur í mark, Sölvi Hrafn Arnþórsson í 100m grindahlaupi og varð þar annar í mark og bætti sinn besta árangur, hann keppti einnig í hástökki. Tómas Ingi Kermen (12 ára) keppti í langstökki, Benedikt Gíslason í kúluvarpi þar sem hann sigraði með 3 m og bætti sinn besta árangur. Gísli Benóný Ragnarsson varð annar bæði í spjótkasti og kringlukasti og bætti sinn besta árangur í spjótinu.

Í 1000m boðhlaupinu sigraði drengjasveit ÍR á flottum tíma og voru öruggir sigurvegarar.

Heildarstigastaðan var 42 stig, 2 stigum meira en lið HSK/Selfoss

X