Bjarki Stefánsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri ÍR. Bjarki er 31 árs gamall og með MSc-próf í sports business and management frá University of Liverpool og BS-próf í íþróttafræði frá Háskóla Íslands. Bjarki starfaði áður sem framkvæmdastjóri HSV (Héraðssamband vestfirðinga) auk þess sem hann hefur komið að þjálfun bæði í handbolta og knattspyrnu.
Bjarki mun hefja störf í dag, 1. febrúar, hjá félaginu og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa innan félagsins.