Norðurlandameistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Uppsala í Svíþjóð, sunnudaginn 13. febrúar. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.

Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu fyrir Íslands hönd en af þeim 7 keppendum sem valdir hafa verið eru 4 frá ÍR.

Þeir sem keppa fyrir Íslands hönd eru þau Elísabet Rut Rúnarsdóttir ÍR í lóðkasti, Eva María Baldursdóttir Selfoss í hástökki, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR í 200m, Guðni Valur Guðnason ÍR í kúluvarpi, 

Hilmar Örn Jónsson FH í lóðkasti, Hlynur Andrésson ÍR í 3000 m og Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni í hástökki.

Þess má geta að Guðbjörg Jóna sigraði í 200m á RIG og Guðni Valur varð annar í kúluvarpi og kastaði sitt lengsta kast frá upphafi 18.84m. Þau eru því til alls líkleg. Kristján Viggó sigraði einnig sína grein á RIG með glæsilegu

2.15m stökki sem er hans besti árangur í ár.  Hlynur Andrésson keppir í 3000m hlaupi í kvöld á Spáni og freistar þess að ná lágmarki á HM innanhúss sem fram fer í Serbíu í mars, lágmarkið er 7:50.00 mín og þarf hann að bæta sig um rúmar 5 sek til að ná því lágmarki. Óskum þeim öllum góðs gengis.

X