Aron með gull á RIG graphic

Aron með gull á RIG

27.01.2020 | höf: ÍR

Karatemaðurinn Aron Anh Ky Huynh gerði sér lítið fyrir og hreppti gullverðlaun á RIG – Reykjavík International Games um helgina.

Aron hlaut verðlaunin í fullorðinsflokki í Kata en hann hefur á seinustu árum sannað sig sem einn besta karatemann landsins.

Þess má geta að Aron var valinn íþróttakarl ÍR fyrir árið 2019 eftir mikla sigurför á mótum þess árs.

Við ÍR-ingar erum ánægði með Aron!

 

Áfram ÍR! ÍR-ungar Vor 2020

X