Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir nýr framkvæmdastjóri ÍR graphic

Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir nýr framkvæmdastjóri ÍR

24.01.2020 | höf: ÍR

Hrafnhild Eir sem hefur gegnt starfi íþróttastjóra ÍR, hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri félagsins.

Hún er mikill ÍR-ingur, hóf ÍR feril sinn í handbolta en sneri sér síðan að frjálsum íþróttum og hefur verið öflugur liðsmaður í frjálsíþróttadeild ÍR, bæði sem þjálfari og iðkandi  og á hún að baki í gegnum tíðina nokkur Íslandsmet í hlaupagreinum.  Hrafnhild er með BSc í Íþróttafræði, MS í Íþrótta- og heilsufræði auk BS í viðskipafræði.

Hrafnhild hefur síðustu vikur komið að undirbúningi fyrir endurskipulagningu og mun hún taka þátt í henni ásamt sérfræðingi og nefndum á vegum Aðalstjórnar ÍR.
Hrafnhild mun hefja störf á skrifstofu ÍR 1. júlí.

Við bjóðum Hrafnhild innilega velkomna í þetta spennandi, fjölbreytta og skemmtilega starf fyrir okkur ÍR-inga.

 

 

X