Arnar með silfur á European Masters í Taekwondo

ÍR-ingurinn Arnar Bragason hreppti á dögunum silfur á European Masters Games sem fram fór í Torino á Ítalíu.

Mótið er fjölíþróttamót fyrir 35 ára og eldri, einskonar Evrópumót öldunga.

Í undanúrslitum hafði Arnar betur gegn sigurvegara seinasta móts, Frakkanum Sakir Uyar. Yfirburður Arnars voru gríðarlegir og bardaginn endaði með 20:1 sigri Arnars!

Í úrslitaviðureigninni mætti Arnar öðrum Frakka, Tony Comprelle en strax eftir um 10 sekúndur sparka báðir aðilar samtímis í hvorn annan með þeim afleiðingum að Arnar lendir á búknum og handlegsbrotnar.

Verandi sannur ÍR-ingur gafst Arnar ekki upp heldur kláraði bardagann sem endaði að lokum 15:19 fyrir Comprelle og var silfur niðurstaðan.

Áfram ÍR!

 

 

Mynd og frétt: https://www.mbl.is/sport/frettir/2019/08/12/arnar_vann_silfur_thratt_fyrir_handarbrot/

 

X