Aðalfundur ÍR færður til fimmtudagsins 10. júní kl. 17:00

Aðalfundur ÍR verður haldinn fimmtudaginn 10. júní kl. 17:00 í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12.

Dagskrá:

1. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.
4. Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.
5. Lagabreytingar.
6. Ákveðin árgjöld.
7. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
8. Kosinn formaður.
9. Kosnir aðrir stjórnarmenn.
10. Kosnir tveir skoðunarmenn.
11. Önnur mál.

Að fundi loknum verða framkvæmdir á svæði ÍR kynntar og farið í skoðunarferð um mannvirkin og svæðið.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hvetjum alla ÍR inga til að mæta og taka þátt í aðalfundarstörfum!

Kveðja, Aðalstjórn ÍR.

X