Verðlaunahátíð Íþróttafélags Reykjavíkur fór fram þann 27. desember í ÍR-heimilinu í Skógarseli. 

Ár hvert er íþróttafólk úr öllum deildum félagsins verðlaunað ásamt því að valin eru íþróttakarl og íþróttakona ÍR.

Íþróttafólk ÍR árið 2022 eru þau Guðni Valur Guðnasson og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr frjálsíþróttadeild ÍR

Guðni Valur Guðnason átti frábært ár hann kastaði leingst 65.27 metra á þessu ári. Er það stigahæsta frjálsíþróttaafrek Íslendings á þessu ári. Guðni Valur er Íslandsmeistari í kringlukasti og kúluvarpi 2022. Guðni Valur er í 24 sæti á heimslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í kringlukasti. Guðni Valur keppti til úrslita í kringlukasti á Evrópumeistaramótinu í München og varð 11 sem er frábær árangur. Guðni Valur bætti einnig árangur sinn í kúluvarpi á árinu 2022 og var með lengsta kast ársins á Íslandi í kúluvarpi, bæði innanhúss og utanhúss.

Guðbjörg Jóna átti mjög gott ár þar sem hún bætti Íslandsmetið í 60 metra hlaupi innanhúss á árinu á tímanum 7.43 sek. Guðbjörg varð Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss á árinu. Guðbjörg sigraði í 200m hlaupi á Reykjarvíkurleikunum á tímanum 24.05 sek. Guðbjörg keppti á Heimsmeistaramótinu innanhúss í Belgrad og var þar á góðum tíma 7.47 sek. Guðbjörg var með stigahæsta afrek Íslendings í frjálsum íþróttum í kvennaflokki á árinu 2022 og var það fyrir 200m hlaup á Reykjarvíkurleikunum.

Nanna Hólm frá Keildudeild ÍR fékk HM-merki fyrir þáttöku sína með landsliði Íslands í keilu á Heimsmeistarmótinu í Keilu.

Keildudeild ÍR veiti Adam Pawel Blaszczak viðurkenningu fyrir sinn fyrsta 300 leik.
Það hefur verið gert undanfarin ár að verðlauna keilara innan ÍR með Kristalspinna. Náði Adam þessum merka áfanga í úrslitum á RIG 3.febrúar 2022 og það í beinni útsendingu á RÚV

Þá fékk Andrea sérstaka viðurkenningu frá ÍR fyrir að hafa verið útnefnd íþróttakona Reykjavíkur.  Andrea er sigursælasti hlaupari kvenna á Íslandi á þessu ári. Andrea er Íslandsmeistari í Víðavangshlaupi, náði frábærum árangri á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum og náði öðru sæti í alþjóðlegu fjallahlaupi í Sviss.

Á verðlaunahátíð ÍR voru einnig 19 sjálfboðaliðar verðlaunaðir fyrir sín óeigingjörnu störf í þágu félagsins á undanförnum árum og áratugum.  15 hlutu silfurmerki ÍR og 4 gullmerki voru veitt.

Hér að neðan má svo sjá allt íþróttafólk sem tilnefnt var til verðlauna árið 2022:

Frjálsíþróttadeild: Guðni Valur Guðnason, Guðbjörg Jóna Bjarnardóttir

Keildudeild: Hafþór Harðarson, Linda Hrönn Magnúsdóttir

Skíðadeild: Stefán Gíslason, Signý Sveinbjörnsdóttir

Karatedeild: Jakub Kobiela, Mia Duric

Taekwondodeild: Sveinn Logi Birgisson, Aino-Katri Elina Karinen

Körfukanttleiksdeild: Collin Pryor, Aníka Linda Hjálmarsdóttir

Handknattleiksdeild: Dagur Sverrir Kristjánsson, Karen Tinna Demian

Knattspyrnudeild: Jörgen Pettersen, Sandra Dögg Bjarnadóttir

Við ÍR-ingar erum innilega stolt af þessu frábæra íþróttafólki.
Ekki síður erum við stolt af okkar frábæru sjálfboðaliðum sem eru sannarlega stoðir félagsins og fyrirmyndir allra ÍR-inga!

Áfram ÍR!

X