Nýr samningur – tímastjórnun og samskipti.

Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) og fyrirtækið Sideline Sports hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning um notkun ÍR á hugbúnaði Sideline Sports, að þessu sinni nýtist þetta aðeins fyrir handknattleiks- körfuknattleiks- og knattspyrnudeild félagsins. Sideline Sports hefur um árabil boðið íþróttafélögum um allan heim upp á hugbúnaði sem nýtist vel við skipulag og leikgreiningu í íþróttum.

Fyrst og fremst kveður samningur ÍR og Sideline Sports á um að félagið nýti sér samskipta- og tímastjórnunarhluta búnaðarins. Þjálfarar, iðkendur og ekki síst foreldrar/forráðamenn geta nýtt sér þá útfærslu til að skipuleggja daglegt líf barna sinna hjá deildunum.

Þar að auki geta þjálfarar nýtt sér leikgreiningar- og þjálfunarhluta hugbúnaðarins til að halda áfram og bæta í faglegt starf þjálfara hjá félaginu.

Markmið með innleiðingu á samskiptahlutanum er að draga verulega úr notkun á hópasíðum á Facebook sem mörg íþróttafélög hafa reitt sig á hingað til. Einnig mun samstarfið veita foreldrum/forráðamönnum betri yfirsýn yfir æfingar barna sinna. Einnig með að taka í notkun þetta kerfi gefast félaginu tækifæri á að efla verulega upplýsingagjöf til iðkenda og forráðamanna ÍR á skilvirkari hátt.

Í næstu viku verður öllum forráðamönnum og iðkendum með virk tölvupóstfang, sent email til að skrá sig inn. Aðeins þeir sem greitt hafa æfingagjöld munu fá tölvuspóst sendann og geta notað forritið.

Áfram ÍR

X