Baldur Páll í U15 landsliðið í knattspyrnu graphic

Baldur Páll í U15 landsliðið í knattspyrnu

07.10.2019 | höf: ÍR

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 landsliðs karla, hefur valið tuttugu manna leikmannahóp fyrir UEFA Development mótið sem fram far í Póllandi síðar í þessum mánuði.

Einn ÍR-ingur er í hópnum, Baldur Páll Sævarsson leikmaður 3. flokks karla.

Baldur heldur út með liðinu og mun þar etja kappi við Rússa, Pólverja og Bandaríkjamenn á þessu fjögurra liða móti.

Við ÍR-ingar erum virkilega stoltir af þessum flotta leikmanni og óskum Baldri innilega til hamgingju með landsliðsvalið.

Áfram Ísland – Áfram ÍR!

 

X