Softballmót ÍR

Gríðarleg stemmning hefur skapast um Softballmót ÍR, sem haldið er ár hvert. Þar gefst íbúum Breiðholts tækifæri á að klæða sig upp og keppa í softball á léttum nótum. Þetta hefur vakið töluverða athygli og hefur liðum fjölgað ár frá ári. Í ár voru 43 lið sem tóku þátt í mótinu og um kvöldið var svo dúndrandi partý í ÍR heimilinu þar sem veitt voru verðlaun fyrir flottustu búningna, skemmtilegustu og bestu keppendurnar. Frábært framtak og skemmtilegt hópefli þar sem margir foreldrarhópar taka þátt og hafa gaman af. RÚV birti umfjöllun um mótið sem hægt er að sjá hérna.44995391_302554780473792_5873625312109002752_o 44994506_302554547140482_5560879735078125568_o44944653_302555053807098_8577202041191923712_o

X