Íþróttafélag Reykjavíkur

Bekkjamót ÍR í Softball

Bekkjamót ÍR í Softball var haldið 22. september í Austurbergi. Þar mættu hátt á annað hundrað börn uppklædd í alls kyns búninga og kepptu í léttum leik. Frábær dagur og gaman að sjá hugmyndaflugið hjá krökkunum, en lið eins og Trylltu Gellurnar, Hægri bláir, Dönsku sjóræningjarnir og Grænu tyggjóþjófarnir voru meðal keppenda.

Þetta er frábært framtak, sem Bjarni Fritzon hefur átt frumkvæði að, og hefur iðkendum í handbolta fjölgað í kjölfar mótsins.

42272307_2351378568222428_4685853957531107328_n 42044475_2345802095446742_5496426599681097728_n

X