Mikill liðstyrkur til meistaraflokks ÍR

Meistaraflokkur karla er aftur kominn í úrvaldsdeildina og hefur heldur betur fengið liðsstyrk, en undanfarið hefur handknattleiksdeilin gert samning við nokkra leikmenn sem eiga eftir að styrkja liðið mikið. Þar er um að ræða Kritsján Orra Jóhannesson sem kemur til okkar frá Akureyri. Krissi eins og hann er kallaður hefur verið einn öflugasti örvhenti leikmaður deildarinnar síðastliðin 4 ár. Bergvin Þór Gíslason, eða Beggi eins og hann er kallaður, sem einnig var hjá Akureyri er einnig kominn í raðir ÍR. Örvhenta undrið Elías Bóasson mun einnig bætast í hópinn hjá ÍR, en hann spilaði áður með Fram. Síðast en ekki síst er Björgvin Hólmgeirsson að koma til ÍR aftur eftir tveggja ára dvöl í Dubai. Nokkuð ljóst að það er skemmtilegur handboltavetur frammundan hjá ÍR.

Við bjóðum alla þessa leikmenn hjartanlega velkomna til ÍR og hvetjum alla Breiðhyltinga til að mæta til að hvetja strákana í vetur.

18768358_1596576273687095_6871157984799993471_o

Kristján Orri Jóhannsson

18740387_1597135610297828_5868385716485964586_n

Björgvin Hólmgeirsson

20604484_1670409642970424_7082851014208617598_n

Bervin Þór Gíslason

19990013_1645860395425349_6286518944252741513_n

Elías Bóasson

 

X