Bekkjamót ÍR í Softball var haldið 22. september í Austurbergi. Þar mættu hátt á annað hundrað börn uppklædd í alls kyns búninga og kepptu í léttum leik. Frábær dagur og gaman að sjá hugmyndaflugið hjá krökkunum, en lið eins og Trylltu Gellurnar, Hægri bláir, Dönsku sjóræningjarnir og Grænu tyggjóþjófarnir voru meðal keppenda.
Þetta er frábært framtak, sem Bjarni Fritzon hefur átt frumkvæði að, og hefur iðkendum í handbolta fjölgað í kjölfar mótsins.