Víðavangshlaup Íslands var haldið 28. Október í Laugardalnum á svæðinu kringum Laugardalhöll og á knattspyrnusvæði Þróttar. Hlaupið var haldið sem samvinnuverkefni Framfara og FRÍ og var vaskur hópur starfsmanna úr ýmsum áttum sem kom að framkvæmdinni. Keppt var niður í 12 ára og yngri flokk og tóku 19 konur og 21 karl þátt í hlaupinu.
Úrslit í hlaupinu höfðu mikið vægi í val á norðurlandamót í Víðavangshlaupum sem fram í Danmörku 11.Nóvember og verður valið birt innan fárra daga.
Árangur ÍR-inga í hlaupinu var eftirfarandi.
Karlar, 7,8 km
1.Arnar Pétursson, 26:59 mín
2.Guðni Páll Pálsson, 28:05 mín
Vignir Már Lýðsson varð 4. í mark og sigraði ÍR þar með sveitakeppnina
Konur, 6,5 km
2. Fríða Rún Þórðardóttir, 28:15 mín
Kvennasveit Fjölnis sigraði sveitakeppnina
Ungmenni:
18-19 ára piltar, 5,2 km
1.Andri Már Hannesson, 19:09 mín
Stúlkur, 5,2 km
1.Andrea Kolbeinsdóttir, 20:26 mín
15-17 ára Piltar, 2,6 km
1.Hlynur Ólason, 9:26 mín
2.Dagbjartur Kristjánsson, 9:39 mín
3.Sigurður Einarsson Mantyla, 9:48 mín
Þeir félagar skipuði sigursveit ÍR
Stúlkur, 2,6 km
1.Iðunn Björg Arnaldsdóttir, 10:59 mín
Fríða Rún tók saman 🙂