Haustmaraþon félags maraþonhlaupara graphic

Haustmaraþon félags maraþonhlaupara

22.10.2017 | höf: Kristín Birna

Haustmaraþon félags marþonhlaupara fór fram 21. október við frábæra aðstæður. Sigurvegari í hálfu maraþoni karla varð Arnar Pétursson 1:15,26 klst, Guðni Páll Pálsson varð 2 á 1:15,34 klst. sem er hans ársbesta og Vignir Már Lýðsson varð 4. á 1:18.06 klst. Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í hálfu maraþoni kvenna á frábærum tíma 1:22:30 mín en Elín Edda Sigurðardóttir varð 2. aðeins 30 sekúndum á eftir Andreu. Flottir tímar hjá þeim stöllum sem æfa undir stjórn Mörthu Ernstsdóttur eins og þeir félagar Arnar og Guðni Páll. Tími Andreu er annar besti árstími íslenskrar konu en Elín Edda hefur hlaupið hraðast 1:21:25 klst í Reykjavíkurmaraþon í sumar sem er 6. besti tími sem íslensk kona hefur náð í hálfu maraþoni og tími Andreu er 7. besti tíminn. Besta tímann á þjálfari þeirra Martha Ernstsdóttir 1:11.40 klst síðan árið 1996 sem er 3 árum áður en Andrea fæddist.

Til hamingju með árangurinn!

Fríða Rún tók saman.

X