Tiana Ósk Withworth hljóp bæði 60m og 200m á Mountain West Conference (svæðismeistaramót) í Bandaríkjunum fyrir háskólann sinn, San Diego State University. Tiana hljóp nálægt sínum besta árangri í 60m þegar hún náði fjórða sæti á 7,49 sekúndum. Íslandsmet Tiönu sem hún deilir með Guðbjörgu Jónu er 7,47 sekúndur.
Tiana hljóp sig inn í úrslit í 200m á tímanum 24,18 sekúndur sem var bæting hjá henni. Hún bætti um betur í úrslitunum og hljóp á 24,08 sekúndum og náði fimmta sæti.
Þetta er frábær árangur hjá Tiönu á hennar fyrsta svæðismeistaramóti í Bandaríkjunum. Hún nældi í 9 stig fyrir liðið sitt með þessum árangri en á svæðismeistaramótunum skiptir máli að komast í úrslit og ná í stig fyrir skólaliðið sitt. Frábært hjá Tiönu að vera í úrslitum í bæði 60m og 200m og sanna sig sem mikilvægan hlekk í sterku liði San Diego State University. San Diego State varð í öðru sæti á mótinu á eftir UNLV.