Þrjú aldursflokkamet á Silfurleikum ÍR

Góður árangur náðist á Silfurleikum ÍR um liðna helgi og féllu þar þrjú aldursflokkamet. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, setti nýtt met í flokki 15 ára stúlkna í 60 m hlaupi þegar hún kom í mark á 7,80 s. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni,  hélt áfram að bæta við met sitt í flokki 13 ára pilta í hástökki og stökk 1,81 m. Raguel Pino Alexandersson, UFA, bætti svo metið í 60 m grindahlaupi hjá piltum 15 ára, 8,55 s.

Alls voru persónnulegar bætingar keppenda rúmlega 500 sem þýðir að í rúmum þriðjungi tilfella var um bætingu að ræða en  á milli 12 og 13 hundruð árangrar frá mótinu voru skráðir í afrekaskrá.

Á mótinu var þess sérstaklega minnst með veglegum verðlaunum í þrístökki að 60 ár eru nú liðin frá afreki Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne.

X