Góð skráning á 21. Silfurleika ÍR graphic

Góð skráning á 21. Silfurleika ÍR

17.11.2016 | höf: Helgi Björnsson

Silfurleikar ÍR fara fram í 21. sinn næstkomandi laugardag. Rúmlega 600 keppendur eru skráðir til leiks víðsvegar að af landinu. Mótið hefst í báðum sölum Laugardalshallar kl 9:00 stundvíslega og eru það yngstu börnin sem hefja keppni í 4-Þraut og Fjölrþaut barna. Eldri keppendur mæta svo til leiks þegar líður á daginn en áætlað er að slíta mótinu um kl 18.

X