Þrír ÍR-ingar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Olympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í 14. sinn dagana 23.-29. júlí í borginni Györ í Ungverjalandi. Mótið verður sett á sunnudag og keppni hefst á mánudagsmorgun.

Í frjálsíþróttum senda Íslendingar sex keppendur til leiks, þar af eru þrír ÍR-ingar, þær Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (100m, 200m og 4×100), Helga Margrét Haraldsdóttir (þrístökk, 100 grind og 4×100) og Iðunn Björg Arnaldsdóttir (1500 og 4×100).

Auk þeirra eru þær Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki (100m, langstökk og 4×100), Helga Margrét Óskarsdóttir HSK (spjótkast og 4×100) og Hera Rán Örlygsdóttir Kormáki (sleggjukast) fulltrúar Íslands í frjálsíþróttum á Ólympíuhátíðinni.

Brynjar Gunnarsson þjálfari hjá ÍR verður annar tveggja þjálfara og fararstjóra, en hinn er Geirlaug B. Geirlaugsdóttir frá Breiðabliki.

ÍR-ingar óska stúlkunum góðs gengis á mótinu en hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess.

 

X