Tiana í undanúrslitum í 100m á EM U20 graphic

Tiana í undanúrslitum í 100m á EM U20

20.07.2017 | höf: María Stefánsdóttir

Tiana Ósk Whitworth var rétt í þessu að hlaupa í undanúrslitum í 100m hlaupi á Evrópumeistaramóti U20 í Grosseto á Ítalíu. Tiana hljóp í 2. riðli þar sem hún hafnaði í sjöunda sæti, á tímanum 12,03 sek. Tveir bestu tímarnir í hverjum riðli tryggðu sæti beint í úrslitahlaupinu á morgun, auk tveggja bestu tímanna þar á eftir.

Í undanrásunum í morgun hljóp Tiana á tímanum 11,97 sek og hafnaði í fjórða sæti í sínum riðli, en fjórir bestu tímarnir í hverjum riðli komust beint í undanúrslitin, auk fjögurra bestu tímanna þar á eftir. Tími hennar var 18. besti tíminn í undanrásunum.

Á morgun keppir Tiana í undanrásum í 200m hlaupi kl. 17.20.

Keppni í sjöþraut kvenna hófst í morgun. Þegar þremur greinum var lokið er Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki í 22. sæti með 2186 stig.

X