Thelma Lind Kristjánsdóttir sló í kvöld 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti kvenna þegar hún kastaði 54,69 m á Kastmóti UMSB sem haldið var í Borgarnesi. Kast Thelmu er 12. besta kast í flokki U23 í Evrópu. Glæsilegur árangur hjá henni, bæting um 1,89m en gamla metið var 53,86 m sett af Guðrúnu Ingólfsdóttur KR árið 1982. Þess má geta að lágmarkið á EM í Berlín er 56.00m.
Guðni Valur Guðnason kastaði 64,98 m sem er frábær árangur hjá honum og hans annar besti árangur frá upphafi. Fyrir tíu dögum síðan náði hann sínu lengsta kasti, 65,53 m, og náði þar með lágmarki á Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Berlín í næsta mánuði. Sem stendur er Guðni er í 12. sæti á Evrópulista karla.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman