11 ÍR-ingar valdir til þátttöku á NM U20 og NM/Baltic U23

11 ÍR-ingar eru í landsliðshópunum sem valdir hafa verið til þátttöku á NM U20 og NM/Baltic U23 sem haldin verða í næsta mánuði.

NM U20 verður í Hvidövre í Danmörku dagana 10.-12. ágúst nk. Af 20 keppendum sem fara fyrir Íslands hönd og keppa í sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur eru níu frá ÍR; Andrea Kolbeinsdóttir (3000m hindrun), Árni Haukur Árnason (400m grind, 4x400m), Birgir Jóhannes Jónsson (þrístökk), Elísabet Rut Rúnarsdóttir (sleggjukast), Erna Sóley Gunnarsdóttir (kúluvarp), Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (100m, 200m, 4x100m), Helga Margrét Haraldsdóttir (varamaður í 4×100/aukahlaup 100m), Vilborg María Loftsdóttir (langstökk, þrístökk) og Tiana Ósk Whitworth (100m, 200m, 4x100m). Einnig var Hildigunnur Þórarinsdóttir með árangur í liðið en hún gaf ekki kost á sér.

Aðrir íslenskir keppendur á mótinu eru Baldvin Þór Magnússon UFA; Birna Kristín Kritstjánsdóttir Breiðabliki, Dagur Fannar Einarsson Selfossi, Eva María Baldursdóttir Selfossi, Helga Þóra Sigurjónsdóttir Fjölni, Hinrik Snær Steinsson FH, Mímir Sigurðsson FH, Róbert Korchai Angeluson Þór, Sara Hlín Jóhannsdóttir Breiðabliki, Tómas Gunnar Gunnarsson Smith FH og Þórdís Eva Steinsdóttir FH.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess: http://nmu2018.com/index.php

ÍR-ingarnir sem valdir hafa verið til þátttöku á NM/Baltic U23 eru þau Dagbjartur Daði Jónsson (spjótkast) og Thelma Lind Kristjánsdóttir (kringlukast og kúluvarp). Aníta Hinriksdóttir var með árangur inn á mótið í 800m og 1500m en gaf ekki kost á sér. Auk Dagbjarts og Thelmu keppa Andrea Torfadóttir FH, Hilmar Örn Jónsson FH, Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki, Vigdís Jónsdóttir FH og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS á mótinu, sem haldið verður í Gävle í Svíþjóð dagana 11.-12. ágúst nk.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess: http://www.gefleiffriidrott.se/varaarrangemang/nordicbalticu23championship2018

Við óskum ÍR-ingunum, sem og öðrum keppendum, til hamingju með landsliðsvalið og góðs gengis.

X